Hver erum við?

Við erum systur á Dalvík og við höfum unun af því að vera að brasast eitthvað og hafa eitthvað fyrir stafni. Sonja Kristín Guðmundsdóttir er heilsunuddnemi í VMA og rekur hún nuddstofu á neðri hæð heimilis síns að Öldugötu 2. Selma Rut Guðmundsdóttir er hjúkrunarfræðinemi í HA. Við fengum þá skemmtilegu hugmynd eftir að hafa séð myndband af kertasandi á TikTok að flytja inn og byrja að selja kertasand. Við hugsuðum með okkur að ef okkur langi í kertasand hljóta fleiri að vilja hann líka. Viðtökurnar hafa ekki verið af verri endanum og erum við í skýjunum hversu vel er tekið í kertasandinn, enda með eindæmum fallegur í skál. Nú er nefnilega raunverulega hægt að nota iittalaskálina sem hefur verið uppí hillu í mörg ár með því að breyta henni í kertastjaka.