Algengar spurningar
Hvað dugar kertasandurinn í marga klukkutíma?
Framleiðandi gefur upp að innihald poka með kertasandi sem er 500gr er um 50-70klst að bráða.
Hvaða vax er notað í kertavörurnar okkar?
Í allar okkar vörur er notað soyavax, en í kertasandinn er blandað við soyavaxið örlitlu magni af Paraffín vaxi, svo að auðveldara sé að móta vaxið í sand.
Eru vörurnar okkar öruggar?
Allar okkar vörur hafa öryggismerkingar samkvæmt staðlinum EN 15494 Candles - Product safety labels. Kertasandurinn er hins vegar ekki eiginlegt kerti, heldur eru það vörur til kertagerðar. Þegar verið er að prófa sig áfram, er betra að fara varlega og muna að aldrei á að skilja kerti eftir eftirlitslaust, og halda skal kertum frá hlutum sem getur kviknað í. Munum að það er aldrei of varlega farið.
Hvað merkið orðið "Úlmaría"?
Úlmaría er latneska heitið yfir mjaðjurt, en hún er blómplanta af rósaætt. Mjaðjurt, eða "Filipendula ulmaria" eins og hún heitir á lattnesku er gjarnan notuð í ilmefni og sem bragðefni í mjöð, vín og bjór. Áður fyrr voru mjaðarker smurð að innan með laufblöðum mjaðjurtar og voru blöðin einnig notuð sem krydd í öl. Ekki síður hefur mjaðjurt verið notuð til lækninga, svosem við græðingu sára og sem verkjalyf. Salisýlsýra, verkjastillandi efni sem varð fyrirmyndin að aspiríni, var fyrst einangruð úr mjaðjurt. Carl von Linné segir frá því í bókinni Flora Lapponica frá 1737 að bændur í Svíþjóð hafi þann sið að strá ferskum laufum mjaðjurtar á gólf í húsum sínum á helgidögum og tyllidögum svo lyktin fylli húsið. Það skal ósagt hvort þessi siður hafi lagst af með tíð og tíma eður ei.